Skilmálar

Vinnufatasalan ehf
Trönuhraun 6
220 Hafnarfjörður
sími 7827070
vinnufatasalan@vinnufatasalan.is
Vinnufatasalan ehf starfar í samræmi við íslensk lög m.a. 48/2003 um neytendakaup.
Vinnufatasalan áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Söluveð: Seljandi heldur söluveð í seldri vöru samkvæmt III. kafla, undirkafla G, laga nr. 75/1997  þar til að kaupverð vörunnar hefur verið að fullu greitt.
Reikningsviðskipti afnema ekki eignarétt, þar til skuld hefur verið að fullu greidd.
Afhendingar: Pantanir eru afgreiddar innan 3 virka daga frá pöntun. Sé vara ekki til mun starfsmaður hafa samband við kaupanda og tilkynna áætlaðan afhendingartíma vörunnar.
Verð og sendingarkostnaður: Öll verð í vefverslun eru tilgreind með virðisaukaskatti. Öll verð og upplýsingar eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilur Vinnufatasalan ehf sér allan rétt til verðbreytinga án fyrirvara.
Vara er alltaf send á ábyrgð og kostnað kaupanda nema samið hafi verið sérstaklega um annað. Þeim pöntunum sem er dreift af flutningsaðilum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar þeirra fyrirtækja um afhendingu vörunnar.
Sé pöntuð vara ekki sótt áskilur seljandi sér rétt til að senda vöru til kaupanda á hans kostnað. Vara er eign söluaðila þar til hún hefur verið að fullu greidd. Hafi kaupandi athugasemd skal hún berast innan 15 daga frá dagsetningu reiknings.
Vöruskil og skilafrestur : Kaupandi hefur 30 daga til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að kaupandi hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi í söluhæfum, óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kaupandi þarf að framvísa sölureikning sem sýnir hvenær varan var keypt. Við skil á vöru er ekki um endurgreiðslu að ræða heldur fær kaupandi inneignarnótu fyrir andvirði vörunnar sem gildir í tvö ár frá útgáfudegi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.
Vörugalli: Sé vara gölluð er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðir Vinnufatasalan allan sendingarkostnað sem um ræðir eða endurgreiðir ef þess er krafist.
Lög og varnarþing: Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjanes.